143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[17:51]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Já, ég er sammála því að það er mikilvægt að þetta úrræði haldi og jafnframt að hv. efnahags- og viðskiptanefnd fari yfir allar þær greinar frumvarpsins sem snúa að þessum leiðum. Auðvitað er um flókin kröfuréttarsambönd að ræða sem þarf að fá umsögn um og ræða til hlítar en hins vegar er mikilvægt að fram komi að þetta haldi.

Ef aðgerðirnar eiga ekki að dragast frá þá má um leið spyrja hvort þær hafi ekki skilað því sem þeim var ætlað að skila þegar þessar aðgerðir voru settar á.