143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[18:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það gleður mig að öll sveitarfélög í landinu séu í góðum rekstri. Ég er ekki alveg sannfærður um það. Og þau hafi tekið til, vissulega. Það var sem sagt hægt að fara í betri rekstur. Og það er það sem heimili og fyrirtæki og ríkissjóður og sveitarfélög ættu að gera, heimilin og fyrirtækin hafa þegar gert það, að fara í betri rekstur þegar tekjurnar bregðast.

Ég fékk ekki svar við því hvort sveitarfélögin eigi skatttekjur um alla framtíð. Það er jú í lögum en við breytum lögunum hér. Við gætum breytt því hvað sveitarfélögin fá mikið og hvort þau eigi að stunda betri rekstur, enn betri rekstur en hingað til. Og ég er alveg sannfærður að það er heilmikið loft eftir hjá sveitarfélögunum til að stunda betri rekstur.