143. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[19:18]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú er hv. þingmaður formaður fjárlaganefndar. Ég vil því spyrja hana hvort hún hafi ekki áhyggjur af þeirri efnahagslegu óvissu sem tilgreind er í greinargerð frumvarpsins og þeim áhættuþáttum sem ekki eru útskýrðir í frumvarpinu, hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að það muni hafa slæm áhrif á kjör fólksins í landinu ef þessir áhættuþættir leggjast á annan veg en vonast er til. Og hvort henni finnist réttlætanlegt þegar skuldugur ríkissjóður skuli leggja þeim til fé sem þurfa ekki á því að halda.

Ég vil að lokum spyrja hv. þingmann hvort það sé ekki rétt að þeir sem fá 4 milljónirnar, þ.e. hæstu mögulega fjárhæð, séu tekjuháir og eignamiklir einstaklingar sem ekki fengu neitt út úr aðgerðum síðustu ríkisstjórnar.