143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[20:19]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég vil þá nota mitt seinna andsvar til þess að forvitnast um gang mála við þær rannsóknir sem standa yfir, hvort ráðherra hafi upplýsingar um hvernig þær rannsóknir standa sem á eftir að ljúka vegna Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar. Hvaða tímaáætlun hefur komið fram um niðurstöðu í því efni? Er hún mismunandi hjá þessum tveimur virkjunum? Ég þykist hafa séð einhver gögn um að ekki gildi nauðsynlega það sama um þessa tvo kosti hvað varðar laxastofninn.