143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

tilkynning um dagskrártillögu.

[13:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta barst í gær dagskrártillaga sem er svohljóðandi:

„Ég undirritaður geri það að tillögu minni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að síðasta mál á dagskrá næsta fundar verði eftirfarandi þingmál:

1. Vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda. 502. mál, þingsályktunartillaga, Jón Þór Ólafsson. Fyrri umræða.

Ég óska eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf ritar Jón Þór Ólafsson.

Fer nú fram atkvæðagreiðsla um tillöguna.