143. löggjafarþing — 99. fundur,  29. apr. 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[18:38]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara að ræða þetta neitt frekar hér. Ég tók þessi ummæli bara sem dæmi um það hvernig við tölum allt of oft um íslenskan sjávarútveg. (LRM: Við hver?) — Þingmenn. Ég vitnaði áðan í fyrrverandi (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra. Það er hægt að endurtaka þetta allt saman en ég held að við komumst ekkert áfram með það. Ég vil bara leggja á það áherslu að við komum okkur upp úr þessum förum og tölum hér málefnalega um hlutina. Menn verða auðvitað að kannast við orð sín, þau sem sögð eru og af hvaða tilefni. (LRM: Segja satt.)