143. löggjafarþing — 106. fundur,  6. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[15:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Samkvæmt frumvarpinu átti gjaldalækkunin að taka gildi 1. mars en ekki 1. janúar enda erfitt um vik að láta svona lög gilda aftur fyrir sig þar sem um er að ræða skatta sem menn borga með neyslu sinni. En gjaldalækkuninni var frestað um þrjá mánuði vegna þess hve málið hefur dregist og ég fór í gegnum það að það hefði dregist vegna ýmissa atvika, t.d. þess að málið lenti inni í páskahléi sem er samkvæmt þingsköpum.