143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur, vegna þess að hér ræðum við um séreignarsparnaðinn, sem er valkvæður af hálfu þeirra sem í hann fara, hvort hún sjái í þessu frumvarpi einhver teikn um að fólks hafi líka frelsi til að velja hvort það vill næstu þrjú ár setja séreignarsparnaðinn í þá framkvæmd sem hér er boðið upp á og hvort það val fólks sé af hinu slæma.

Í öðru lagi langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hún sjái eitthvað jákvætt við frumvarpið.