143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[15:40]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er búin að vera við alla umræðuna, frá upphafi, sat undir allri umræðunni í gær, mestmegnis í þingsal, og fékk sjálf ágætisandsvör af hálfu framsóknarmanna, og þetta er held ég fyrsta málið sem ríkisstjórnin er virkilega á tánum með að vera í andsvörum við stjórnarandstöðuna. Það er vel.

Margt kom upp í huga minn við að hlusta á umræðuna í gær og ég held alls ekki að hún sé tæmd. Ég velti bara fyrir mér þegar einn hv. þingmaður Framsóknarflokksins gortaði af því að hafa talað við sjálfstæðismann til morguns hvort það hafi nokkuð verið málþóf. Það er líklega spurning um skilgreiningu.

Eins og hér var fært fram áðan spyr ég: Er einhver kvóti í umræðunni sem stjórnarflokkarnir hafa umfram þingsköp? Við höfum leyfi til að tala í 20 mínútur í fyrstu umferð, tíu mínútur í næstu og svo fimm mínútur endalaust. Þær voru vel nýttar af hálfu ríkisstjórnarflokkanna á síðasta kjörtímabili, en það hefur ekki verið svo (Forseti hringir.) á þessu kjörtímabili, ekki það sem af er.