143. löggjafarþing — 113. fundur,  14. maí 2014.

frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair.

600. mál
[22:55]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Lögreglumenn mega ekki fara í verkfall vegna ríkra almannahagsmuna, réttilega, þeir hafa ekki þann rétt. Flugvirkjar máttu ekki fara í verkfall árið 2010, starfsmenn Herjólfs ekki heldur núna nýlega og svo stöndum við frammi fyrir þessi verkfalli þar sem beita á neyðarlögum. Er ekki miklu heiðarlegra að setja bara skýrt fram í löggjöf hverjir mega og hverjir mega ekki fara í verkfall á Íslandi? Þetta eru stjórnarskrárvarin réttindi. Menn fara af stað og nýta sér þau réttindi en þá eru sett á þá neyðarlög. Er ekki miklu heiðarlegra að sett sé skýrt fram hverjir hafa rétt á því að fara í verkfall á Íslandi en ekki að gripið sé inn í það ferli þegar menn eru farnir að nýta sér réttindi sín?