143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[14:30]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er stefna Samfylkingarinnar að mæta vanda þeirra sem keyptu íbúð á allra verstu tímum þegar verð húsnæðis var sem hæst og vextir í hæstum hæðum. (VigH: Eins og kom fram …) Það er einnig stefna Samfylkingarinnar að koma til móts við lánsveðshóp og leigjendur.

Verstu ágallarnir, og ástæðan fyrir því að ekki er hægt að styðja þá aðgerð sem við erum að ræða hér, eru þeir að of stór hluti upphæðarinnar gengur til þeirra sem þurfa ekki á henni að halda. (VigH: 110%-leiðin.) Þetta er ríkisstyrkur til fólks sem þarf ekki á honum að halda. Það eru ágallarnir. Aðgerðin ýtir undir misrétti í samfélaginu, efnahagsáhrifin eru óviss og munu væntanlega koma í bakið á okkur síðar.

Þess vegna er ekki hægt að greiða atkvæði með þessum aðgerðum.