143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[15:02]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um þá grein þar sem er verið að lækka svokallað frítekjumark á útgerðir, sem auðvitað allir fá fyrir fyrstu 30 tonn eins og það er nú og svo helmingsafslátt á næstu 70 tonnum. Verið er að lækka þann afslátt um 100 millj. þannig að frítekjumarkið eða frítonnin, ef svo má að orði komast, lækka töluvert og fara niður í rúm 60 tonn.

Eins og ég sagði áðan gagnast þetta öllum. Allir frá þennan afslátt en sannarlega gagnast hann mest litlu útgerðunum sem hafa minnst. Verið er að minnka hann og þess vegna greiðum við jafnaðarmenn atkvæði á móti þessari breytingu.