143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

gjaldskrárlækkanir o.fl.

315. mál
[15:35]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Gjaldskrárlækkun til að hindra verðbólgu er auðvitað af hinu góða en það kom á óvart í tillögunum sem komu hér fyrir þingið hversu lítið þetta var, hversu lítið ríkið lagði af mörkum. Það komu upp efasemdir við umfjöllun málsins um hvort þær tillögur sem lagðar voru fram mundu skila þeim árangri sem ætlast var til í kjarasamningum.

Það kom líka fram í umfjöllun um málið að í stað þess að lækka annars vegar bensín og olíuvörur og hins vegar áfengi og tóbak hefði verið hægt að ná sömu verðbólguáhrifum með því að fella t.d. niður komugjald eða innritunargjald í háskóla. Ég hefði valið annan forgang en mun sitja hjá við lokaafgreiðslu þessa máls, einfaldlega vegna þess að ég tel að þetta sé enn eitt dæmi um ranga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.