143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

útlendingar.

249. mál
[15:53]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um það að í upphaflega frumvarpinu er gert ráð fyrir að Útlendingastofnun geti stuðst við lista yfir örugg þriðju ríki. Útlendingastofnun haldi með skipulegum hætti utan um slíkan lista. Minni hluti allsherjarnefndar telur ekki verjandi að halda uppi slíkum lista þar sem minni hlutinn telur hættu á því að sá listi verði til þess að menn stytti sér leið þegar um er að ræða mjög vandasamar ákvarðanir sem varða einstaklinga í vanda. Því gerum við ráð fyrir því að þessi listi verði ekki hluti af þessum lögum.