143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

fiskeldi.

319. mál
[16:19]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um breytingu á lögum um fiskeldi. Verið er að einfalda stjórnsýsluna og færa hana frá Fiskistofu til Matís og mikil áhersla lögð á að sjókvíaeldi standist ströngustu staðla sem gerðir eru til fiskeldismannvirkja. Ég tel mjög mikilvægt að mótuð sé heildstæð stefna um nýtingu og vernd haf- og strandveiða til framtíðar. Vinna er hafin við skipulag haf- og strandveiða í ráðuneytinu og ég tel það mjög mikilvægt. Nú þegar hefur verið gerð nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð að frumkvæði Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ég tel að laxeldi eigi framtíðina fyrir sér en það þarf að fara mjög varlega og byggja greinina upp með umhverfissjónarmið í huga og gæta þess að það standist allt ýtrustu kröfur svo að komið sé í veg fyrir að íslenski (Forseti hringir.) laxastofninn blandist þessu sjókvíaeldi. Ég tel að um það sé búið í frumvarpinu.