143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

framhaldsskólar.

380. mál
[21:42]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur fjallað um þetta mál og við höfum fengið til okkar gesti. Við mælum með því að frumvarpið verið samþykkt með þeim breytingum sem við leggjum til, þ.e. að 1.–4. gr. frumvarpsins falli brott sem gerir málið einfaldara, en við höfum haft afskaplega lítinn tíma til að kynna okkur það. Þær greinar sem við fellum út eru þess efnis að þær þurfa frekari yfirlegu. Þær sem við leggjum til að verði samþykktar fela einfaldlega í sér að bráðabirgðaákvæði í lögum um heimildir til innheimtu efnisgjalda annars vegar og heimild til innheimtu gjalda í kvöldskóla í fjarnámi haldi gildi sínu og verði í raun framlengt.

Undir þetta skrifar sú sem hér stendur, Líneik Anna Sævarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson, með fyrirvara, og Jóhanna María Sigmarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.