143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það var reyndar ekki alveg fullnægjandi. Ég skipti nefnilega verkfallsréttinum í tvennt, annars vegar eðlilegan verkfallsrétt sem beinist að því fyrirtæki sem menn vinna hjá og hins vegar verkfallsréttur sem er notaður til að skaða þriðja aðila sem allra mest. Þess vegna eru verkföllin í byrjun sumars, í byrjun sumarleyfisvertíðarinnar, hjá viðkomandi fyrirtæki og allri stéttinni.

Þetta finnst mér mjög skaðleg og hættuleg þróun og sérstaklega fyrir láglaunafólkið.