144. löggjafarþing — 5. fundur,  15. sept. 2014.

lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

6. mál
[17:23]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Við hæstv. ráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir ræddum þetta góða mál á síðasta þingi. Ég hafði bara áhyggjur af einu, ég vildi að það væri tryggt að þeir aðilar sem hafa í dag þessar heimildir frá stjórnvöldum, eins og Hagsmunasamtök heimilanna og gott ef ekki Neytendastofa og fleiri aðilar, missi þær ekki. Ég vil ganga úr skugga um að þær heimildir séu enn til staðar hjá þeim. Ráðherra fullvissaði mig um að svo væri og ég sé að hún kinkar kolli núna.

Þetta mál er mjög til bóta og fyrst það er enn hjá þessum aðilum er það mjög gott.