144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[22:51]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur fyrir þessar spurningar og andsvör og ítreka að mér þykir mjög miður að efnisleg umræða skuli ekki eiga sér stað. Ég hefði viljað takast á um efni frumvarpsins en ekki þær vangaveltur sem hér eru hafðar uppi.

Ég ítrekaði það í ræðu minni að hér birtist frumvarp ríkisstjórnarinnar og ræddi það sem slíkt. Ég sé ekki að þær vangaveltur sem hér eru hafðar uppi um fyrirvara hafi áhrif á það eða þá meðferð sem málið mun fá í framhaldinu. Ég held að engu sé við það að bæta.