144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[12:50]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nákvæmlega þetta samspil sem ég hvet hv. þingnefndir til þess að skoða. Það eru þrjár leiðir, að láta þetta standa svona, hækka jöfnunargjaldið eða að auka niðurgreiðslur í kerfinu til húshitunar eða inn í þessi kerfi. Þetta samspil þarf að skoða. Við þurfum að fá betri upplýsingar um það hvernig þetta kemur niður á einstök svæði og það er sú vinna sem fram undan er í þingnefndunum.

Pólitískt umboð nefndanna er að sjálfsögðu það að vinna þessi mál eftir bestu getu. Og ég lýsi því aftur yfir sem markmiði mínu að tryggja að landsmenn allir sitji við sama borð þegar kemur að raforkuverði, hvar sem þeir eru á landinu.