144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja.

99. mál
[16:27]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að svara hv. þingmanni varðandi sektarákvæðin þá eru þetta hefðbundin úrræði sem Mannvirkjastofnun hefur í sambærilegum málum. Ég get upplýst hv. þingmann um að þessu hefur aldrei verið beitt. Ég get líka upplýst hv. þingmann, sem hafði áhyggjur af refsigleði, að þetta eftirlit var áður í höndum lögreglu. Við töldum það ekki rétt og breyttum því.