144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:41]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Já, þegar við tölum um auglýsingar; það er bann við áfengisauglýsingum á Íslandi. Ég hef alltaf verið að velta því fyrir mér að það er í raun verið að auglýsa áfengi. Reyndar finnst mér það frekar vera framleiðendurnir sjálfir. Þeir eru mest að auglýsa sitt vín. Þá taka þeir alltaf fram neðst í auglýsingunni að þeir séu að auglýsa léttöl, sem er náttúrlega bara svolítið fyndið.

Auðvitað má segja að auglýsingarnar sem hafa verið að birtast frá þeim, um skilríkin og annað, séu duldar áfengisauglýsingar. En þeir eru ekki að auglýsa vöruna beint heldur eru þeir að minna fólk á að hafa skilríki með sér o.s.frv.

Hvað varðar þessa verslun sem þú nefndir, ég náði ekki alveg nafninu. (VilÁ: Fjarðarhrauni.) Fjarðarhraun, já, ég hef bara aldrei komið þangað svo að ég þekki það ekki. En ég hef þá staðföstu trú að þetta hafi miklu meiri áhrif ef þetta fer inn í matvöruverslanir í stað þess að vera í sérverslunum, í áfengisverslunum.