144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[13:56]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil það að menn vilji sjá tímarammann fyrir sér. Ég geri ráð fyrir að vel verði farið yfir það í þeirri nefnd sem tekur við málinu til að sjá fyrir sér með hvaða hætti þetta yrði gert. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þetta taki gildi um áramótin. Tekjurnar byrja ekki að aukast fyrr en frumvarpið verður að lögum. Þannig virkar þetta.

Engu að síður er hægt að gera áætlanir. Það er hægt að sjá fyrir sér gangi málið hratt og vel í gegnum þingið að það vinnist nokkur tími til að undirbúa þessar breytingar.