144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:07]
Horfa

Oddgeir Ágúst Ottesen (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttir talaði um áfengi og aðgengi að því, að við mættum ekki selja áfengi í verslunum því að þá mundi aðgengi aukast og drykkjan aukast í kjölfarið. Nú höfum við verið á þeirri stefnu síðustu 20 til 30 árin að auka aðgengi að áfengi, þ.e. búið er að fjölga verslunarstöðum og búið að lengja opnunartíma. Þá langar mig að vita hvort þingmaðurinn er bara á móti því að einkaaðilar selji áfengi eða hvort hún er á móti því að auka aðgengi að áfengi almennt, þ.e. að hún væri þá líka á móti lengri opnunartíma og fjölgun vínbúða. Eða snýst þetta bara um að ríkið megi selja áfengi?