144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[20:39]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér draga menn fram ýmsar rannsóknir og skoðanir. Nýleg rannsókn frá Svíþjóð, svo ég vitni í hana, þar sem könnuð voru áhrif þess að setja áfengi í matvöruverslanir í Svíþjóð, sýndi að dauðsföll af völdum áfengis jukust alveg gríðarlega og afbrot tengd akstri undir áhrifum áfengis jukust mikið. Við getum tínt ýmislegt svona til.

Ég er ekki búin að sjá neitt sem sannfærir mig um annað, því miður. Þegar við erum með gott ástand, eitthvað sem er ásættanlegt, eitthvað sem virkar hjá okkur og aðrar þjóðir eru farnar að horfa til, þá sé ég ekki ástæðu til þess að hreyfa við því.