144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:52]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég spurði fyrrverandi landlækni til 25 ára, Ólaf Ólafsson, að því hvað brýnast væri að gera einmitt núna. Hann sagði: Að leysa deiluna, að landa samningum við lækna, það væri brýnast að gera akkúrat núna. Síðan þarf að sjálfsögðu að byggja upp til lengri tíma og leggja meira í heilbrigðiskerfið, bæta tækni, starfsaðstöðu o.s.frv. En það sem er brýnast að gera núna er að semja við lækna. 90% landsmanna vilja setja heilbrigðiskerfið í forgang og það er einmitt það sem lofað var í kosningum núna síðast, í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er talað um mikilvægi heilbrigðiskerfisins og að heilbrigðisstarfsfólkið okkar séu raunveruleg verðmæti.

Nú stöndum við frammi fyrir þessu verkfalli, við stöndum frammi fyrir kosningaloforðunum, alvöru ástandsins og skýrum vilja kjósenda. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Getum við sem þingmenn með fjárveitingavaldið klárað fjárlög og farið í jólafrí ef ekki er búið að ná samningum við lækna?