144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:30]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég hjó eftir því í gær þegar við vorum að tala við stjórn útvarpsins að það var eitt af lykilatriðunum að efla landsbyggðarútvarpið. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar þetta var, það er gríðarlega mikilvægt menningarlega séð, finnst mér, að útvarpið sé með stöðvar úti um allt land til að sinna landsbyggðinni og til að við höfum fréttir af því sem er að gerast víða um land.

Ég bind vonir við að gerð verði breyting. Nú hafa sumir framsóknarmenn, hv. þingmenn Framsóknarflokksins, gefið í skyn að þeir sjái von til að þessu verði breytt. Mér finnst það einhvern veginn liggja ljóst fyrir að breyta þessu og fara að því sem stjórnin segir til þess að hægt sé að að sinna öllum þeim mikilvægu verkefnum sem Ríkisútvarpið hefur með höndum.