144. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:15]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti Mig langar að þakka hv. 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður kærlega fyrir mjög fróðlega og skemmtilega ræðu. Ég vil segja það að fyrir tiltölulegan nýliða á þingi og brjóstmylking eins og þann sem hér stendur þá er mjög mikilvægt að fá að njóta reynslu og ræðumennsku hv. þingmanns. Hans leiftrandi orðsnilld og málnotkun, ef ekki skal kalla málskrúð er virkilega til eftirbreytni.

Það var ánægjulegt að hlera í ræðu hans samlíkingu á stöðunni núna við það hvernig hún var í kreppunni í upphafi 10. áratugarins á síðustu öld. Mér rennur í grun að vinna okkar við að endurbyggja grunnþætti samfélagsins og byggja upp til framtíðar (Forseti hringir.) gangi ekki nógu langt. Mig langar að heyra álit þingmannsins á því hvort hann hafi tilfinningu fyrir því að við séum á réttri leið.