144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:55]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið, hv. þingmaður. Ég er sama sinnis. Ég held að það megi horfa til þess að þau vandamál sem við horfumst í augu við í dag í heilbrigðiskerfi, menntakerfi, menningu og víðar eru að stórum hluta til heimatilbúinn vandi sem menn hafa skapað sjálfir með því hvernig þeir fara með tækifærin til þess að skaffa fjármagn inn í samneysluna.

Hv. þingmaður ræddi um framtíðarsýnina á breiðum grunni og skort á framtíðarsýn hér heima fyrir og þær miklu breytingar og breytingaskeið sem heimurinn er að ganga í gegnum. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað það er sem stendur upp úr og er skýrast í því sem þarf að taka á í þessari framtíðarsýn á Íslandi. Hvað er mest áríðandi í þeim efnum? Ef hann gæti svarað í örfáum orðum.