144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:22]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég tek undir með þingmanninum, ég vona einnig að svo verði.

Mig langar aðeins að spyrja hana út í breytinguna og sérstaklega um fólk sem er 25 ára og eldra og á ekki að fá að vera í bóknámi hér, ef ég hef skilið rétt. Mig langar að spyrja hana af því að hún nefndi það sérstaklega að menntamálaráðherra hefði komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd sem hún á sæti í: Er það rétt skilið hjá mér að hvort sem viðkomandi hefur hafið nám eða er í miðju námi þá eigi hann að fara burt úr námi ef hann er 25 ára eða eldri? Verður fólki, sem hefur haft kjark og þrek til að hefja aftur nám, því að það hefur það væntanlega, sparkað út þegar það er orðið 25 ára, hvort sem það er að byrja eða alveg að ljúka (Forseti hringir.) námi?