144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:04]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga snýst um það að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins. Þessi tillaga er í takt við eindreginn vilja sameinaðrar stjórnar Ríkisútvarpsins þar sem fulltrúar stjórnarflokkanna úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eru í algjörum meiri hluta, sex af níu stjórnarmönnum, en út frá þessari atkvæðagreiðslutöflu virðist sem meiri hluti þessara flokka á þinginu ætli ekki að hlusta á stjórn Ríkisútvarpsins sem ber ábyrgð á því að Ríkisútvarpið geti uppfyllt lagaskyldur sínar sem eru skilgreindar í tiltölulega nýlegum lögum, lögum sem fulltrúar allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins samþykktu hér. Mig undrar þessi afstaða framsóknarmanna í þingsal. Ég segi já.