144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:44]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um tillögu okkar í stjórnarandstöðunni um hækkun á framlögum til lífeyrisþega sem nemur 640 milljónum. Henni er fyrst og fremst ætlað að vera til hækkunar á frítekjumörkum. Það er athyglisvert að sjá að það eru engin ný skref stigin í fjárlagafrumvarpinu til úrbóta fyrir lífeyrisþega og áberandi skalli í frumvarpinu hvað það varðar. Þessi tillaga er tilraun okkar til að bæta þar úr þó að auðvitað þurfi til að koma heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu þar sem dregið verður úr gagnkvæmum skerðingum og tryggð verði betur grunnframfærsla lífeyrisþega.