144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:06]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ríkisstjórnin hefur engin efni á því að slá sig til riddara í þessu máli. Hún byrjaði á að setja fjárlögin, hún byrjaði á að setja botninn. Þegar menn eru góðir samningamenn setja þeir að sjálfsögðu botninn einhvers staðar undir það sem þeir ætla á endanum að fara upp í. Þetta er ekki nóg, þetta er ekki það sem vantar. Þetta þýðir að það verður aukinn kostnaður í framtíðinni. Það er ekki að forgangsraða í heilbrigðiskerfið. Það er það bara ekki.

Ríkisstjórnin á enga innstæðu fyrir því að slá sig til riddara. Það vantar meira í þennan málaflokk, almenningur segir að meira eigi að fara í þennan málaflokk og sama hvað hv. þm. Páll Jóhann Pálsson brosir núna, eftir að sjávarútvegurinn er ríkisstuddur á fjárlögum. Ég sit hjá vegna þess að ég ætla ekki að styðja það að ríkisstjórnin þykist slá sig til riddara. Þess vegna sit ég hjá.