144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:03]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um hækkun barnabóta um sem nemur 1 milljarði. Engar breytingar eru gerðar á skerðingarmörkum barnabóta. Þær byrja enn þá að skerðast við 200 þús. kr. tekjur, þ.e. áður en fólk nær lágmarkslaunum. Þetta er stærsti þátturinn í meintum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna hækkunar á matarskatti, engar mótvægisaðgerðir koma til lágtekjufólks sem ekki er með börn á framfæri. Þar við bætist að þessi hækkun barnabóta dugar ekki til einu sinni að ná barnabótum að raunvirði eins og þær voru fyrir fáeinum árum.