144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:22]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er gert ráð fyrir því að fjárlögin verði bundin saman með aðgerð sem er ekki lokið enn þá, sem er breyting á reikningshaldi varðandi fjárreiður Seðlabanka Íslands. Þessi breyting er, eins og ég segi, ekki gengin í gegn, hún hefur ekki verið samþykkt hér sem lög frá Alþingi. Í forsendum fjárlaga eru gerðar spár um hagnað og arðgreiðslur úr Seðlabanka fram í tímann. Þetta er bútasaumur sem er ekki sérlega traustvekjandi og við höfum gert athugasemdir við þann málatilbúnað í nefndaráliti minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar við það frumvarp.