144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, ég er því fyllilega sammála að við eigum einmitt að horfa til þess hvernig skattar hafa verið innheimtir af áfengi og tóbaki. Það hefur einmitt virkað. Ég held að til framtíðar þurfum við að huga miklu meira að því hvers við neytum og hversu mikið af þeim matvælum sem við neytum hafi beinlínis slæm áhrif á okkur og þess vegna slæm áhrif á heilsufar okkar sem þýðir svo síðar kostnað í heilbrigðiskerfinu. Ég held að við þurfum að fara að líta á þetta mjög heildrænt því að heilsa fólks er stórt og mikið alvörumál.

Að lokum vil ég segja að mér finnst mjög skrýtið að hafa heyrt hv. þingmenn halda ágætar ræður en virðast svo greiða atkvæði, (Forseti hringir.) þegar kemur að því, algjörlega gegn því sem þeir hafa áður sagt.