144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[15:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það má kannski segja að þetta frumvarp sé aðför að mat og menningu. Þá kem ég inn á menninguna og bækurnar og það að virðisaukaskattur eigi að hækka á bókum, geisladiskum, tímaritum og öðru og bendi á að fimm þjóðir Evrópu undanskilja bækur algerlega virðisaukaskatti. Til að varðveita tungumálið okkar, þurfum við þá ekki að skoða í stóra samhenginu hvaða áhrif virðisaukaskattshækkun á bækur og menningu okkar hefur til lengri tíma? Við erum lítið málsvæði og erum að reyna að verja íslenska tungu og heft aðgengi, sem verður eðlilega í framhaldi af hækkun á verði á bókum, hlýtur að hafa mikil áhrif á neyslu fólks og kaup á bókum. Ég vil heyra frá hv. þingmanni um þetta efni.