144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:03]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari breytingartillögu og ýmsum öðrum leitast meiri hluti nefndarinnar við að víkka skattstofnana og almennt séð er ég sammála þeirri tilhneigingu og þeirri viðleitni. Það eru hins vegar mörg markatilvik sem orka tvímælis í þessum útfærslum sem við erum ekki fyllilega sammála um og flækjustig verður umtalsvert eftir sem áður. Því er eðlilegt að meiri hlutinn beri ábyrgð á þessu máli.

Það er líka athyglisvert að meiri hlutinn sinnti í engu samráði við aðila vinnumarkaðarins, Samtök atvinnulífsins komu á fund nefndarinnar með athyglisverðar hugmyndir um víðtækari breytingar á virðisaukaskattskerfinu en náðu ekki neinu samtali við ríkisstjórnarmeirihlutann þar um.