144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þetta er sennilega mesta gleðiefnið í þessu frumvarpi og eru þau þó nokkur. Þarna er verið að lækka virðisaukaskattinn, efra þrepið úr 25,5%, sem er heimsmet (Gripið fram í: Nei.) — ja, nærri því heimsmet, niður í 24% og svo lágur hefur hann aldrei verið frá því að virðisaukaskattskerfið var tekið upp. Það er virkilegt fagnaðarefni að vita til þess að stærsti hluti útgjalda heimilanna muni lækka vegna þessara breytinga. Fyrir utan það að verið er að minnka bilið á milli þrepanna sem gerir kerfið skilvirkara en íslenska virðisaukaskattskerfið er því miður ekki nógu skilvirkt þó að það gefi ríkissjóði langstærsta tekjustofninn. Ég segi já við þessu.