144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[15:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eina sem ríkisstjórnin gerði í kjörum öryrkja var að láta skerðingarnar falla niður sem áttu að gera það. En svo fellir hún sérstaklega niður hálfan milljarð í greiðslum nú þegar ríkissjóður er kominn í plús, sem þó var ákveðið að stofna til á erfiðustu tímum í sögu Íslands.

Hæstv. félagsmálaráðherra. Laun í landinu hafa í ár og munu á næsta ári hækka miklu meira en þetta, þannig að öryrkjar dragast enn aftur úr.

Hæstv. félagsmálaráðherra. Eru það efndirnar á loforðunum að láta öryrkja halda áfram að dragast aftur úr og skerða síðan sérstaklega um hálfan milljarð greiðslur til að koma í veg fyrir víxlverkanir á milli almannatrygginga og lífeyrssjóðanna þegar allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa heitið því að reyna að draga úr tekjutengingum í þessu kerfi öllu saman?