144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[15:49]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því manna fyrstur að við förum að tala hér án þess að búa orð okkar í einhvern sérstakan búning. Sólarlagsákvæði eða ekki sólarlagsákvæði, þessi samningur rann út fyrir ári, hann er ekkert í gildi, þannig að ég get alveg spurt: Er hægt að framlengja samning sem rann út um síðustu áramót?

Mergurinn málsins er þessi að mínu viti: Ætlum við að láta bæturnar hækka um milljarð eða ætlum við að láta þær hækka um 500 milljónir? Ég get ekki fallist á að kalla það skerðingu þegar ég er koma í veg fyrir að eitthvað hækki. Það er stigsmunur á því. Það fór ekki milljarður í þetta, við erum ekki að taka einhvern milljarð til baka, það er stór misskilningur hjá hv. þingmanni. Við erum að tala um að halda í horfinu þannig að sama kerfið sé áfram þar til ný úrræði koma. Við bíðum eftir því.

Við hljótum að geta fallist á að það að koma í veg fyrir að eitthvað hækki er ekki það sama og að skerða.