144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

læknadeilan og laun lækna.

[10:52]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Fyrst við erum að ræða hér staðreyndir skulum við gera það rétt. Sannleikurinn er sá að læknir sem vinnur samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands byrjar með rúmar 340 þús. kr. á mánuði eftir sex ára háskólanám. Það er staðreynd. Síðan geta tekjur hans aukist upp í rúmar 370 þúsund eftir kandídatsárið. Svo er aðeins hækkun þremur árum eftir það upp í 425 þúsund og næsta hækkun er þegar viðkomandi verður sérfræðingur og þá hækkar læknirinn upp í 550 þús. kr. Eftir það, þegar viðkomandi er orðinn um það bil 37–40 ára gamall, getur læknirinn hækkað laun sín upp í tæpar 600 þús. kr. Þetta eru staðreyndir málsins. Við skulum ræða þær. Við þurfum ekki að ræða hátekjuskatt í þessu samhengi, ég er til dæmis (Forseti hringir.) enginn talsmaður hans.