144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[23:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Ég þakka þessa spurningu. Ég er einmitt að bíða eftir að hér komi rútufarmar sponsaðir af nýja LÍÚ til þess að berjast fyrir réttindum sinna starfsmanna. Maður hefði nú haldið það, miðað við hvernig var látið á síðasta kjörtímabili varðandi sjómenn og annað fólk sem t.d. tilheyrir þeim starfsstéttum sem koma að sjávarútvegi. Maður hefði haldið að þeir sem hafa notið starfskrafta þeirra mundu standa við bakið á þeim og berjast fyrir því með alla sína málsvara hér á Alþingi að breyta þessum óskapnaði. Maður hefði haldið það.