144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[19:06]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar í tilefni af þessari uppákomu að leggja það til að forsætisnefnd taki í alvöru þá tillögu sem fram kom áðan um að taka til umræðu hvert verið er að vísa málum. Við vitum til dæmis að rammaáætlunin er á kolvitlausum stað innan þingsins. Það var talað um byggðaáætlun. Hún var afgreidd úr kolvitlausri nefnd og ég legg til að forsætisnefnd taki sig saman, setjist yfir þetta og skýri hvar málaflokkarnir liggja þannig að við þurfum ekki að standa hér upp á endann í umræðu um svona mál sem liggja að mörgu leyti þvert. Það þarf að skýra þetta og ég hef þar sérstaklega rammann í huga vegna þess að ég hef áhyggjur af því að þegar stóra verkefnið kemur hingað inn séu menn búnir að búa til einhvern farveg inn í atvinnuveganefnd fyrir það stóra umhverfismál sem þar er á ferðinni.