144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[15:36]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega alveg á hreinu að þrátt fyrir að við munum setja reglugerð og fá lagastoð fyrir henni þá mundu þessi mál vera áfram mjög flókin, mjög erfið. Þetta geta verið nákvæmlega þær aðstæður sem hv. þingmaður var að lýsa þegar stjórnendur taka ekki á málum eða horfast ekki í augu við þann vanda sem er til staðar á vinnustað eða áhrif hans á afköst á vinnustað.

Vinnuvernd skiptir mjög miklu máli. Það hefur þegar komið fram ósk um það að drög að reglugerð verði lögð fram og þegar við frá ráðuneytinu komum fyrir nefndina, sem ég vona að við fáum tækifæri til, geri ég ráð fyrir að drögin liggi fyrir og nefndin geti farið yfir þau. Ef nefndin hefur einhverjar ábendingar viljum við gjarnan fá að heyra þær.