144. löggjafarþing — 65. fundur,  16. feb. 2015.

notkun á tölvum og spjaldtölvum í þingsal.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Áður en gengið er til dagskrár telur forseti ástæðu til að ítreka við þingmenn samþykkt forsætisnefndar um notkun á fartölvum og spjaldtölvum í þingsal. Heimilt er að nota spjaldtölvur í þingsal og ekki eru gerðar athugasemdir við notkun lítilla fartölva enda stafi ekki truflun af áslætti á lyklaborð þeirra. Það hefur verið afstaða forsætisnefndar að ekki sé prýði að stórum fartölvum á því litla borðrými sem þingmenn hafa í þingsal, auk þess sem ónæði er af áslætti á lyklaborð þeirra.