144. löggjafarþing — 65. fundur,  16. feb. 2015.

frumvarp um stjórn fiskveiða.

[15:09]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Ég ætla ekki að taka þátt í umræðu um frumvarp sem ekki er komið fram og er þess utan á forræði annars ráðherra. Þetta er gamalkunnug umræða sem á að snúast um það að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sem hann hefur alltaf stutt. Hér er reynt að draga upp þá mynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé líka á móti því að sambærilegt ákvæði verði skrifað í stjórnarskrá. Það er líka rangt. Meira er ekki um málið að segja.