144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar.

463. mál
[14:22]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég næ þessu greinilega ekki alveg. Þessi lög breyta því að farið er að kalla framsalsákvæði afhendingu. Er þá eitthvað í lögum núna um framsal, að heimilt sé að framselja íslenska ríkisborgara til annarra ríkja og það verður áfram heimilt? En innan þessa lagaramma verður ekki heimilt að beita afhendingarákvæði til að framselja íslenska ríkisborgara til annarra ríkja, þ.e. á grundvelli þessara laga. Þessi lög heimila sem sagt ekki að framselja íslenska ríkisborgara — eða fyrirgefið, afhenda þá, samkvæmt þessum lögum, út af því að framsalið er tekið út og afhendingu bætt inn, því er breytt. En er þá eitthvað í lögum í dag sem heimilar framsal á íslenskum ríkisborgurum? Ef hæstv. ráðherra mundi taka af allan vafa um það: Eins og lögin standa núna og þessi lagabreyting, verður þá ekki heimilt að framselja og ekki heimilt að taka ákvarðanir um að undantekningar og slíkt séu til staðar?