144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:39]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það hefur opinberast í dag að þetta mál er vanbúið til að verða tekið til afgreiðslu og 2. umr. Það kemur í ljós að meiri hluti atvinnuveganefndar hefur afgreitt frá sér nefndarálit án þess að hafa skoðað umsagnir frá umhverfisnefnd, sem hefur töluvert um umhverfismál, skipulagsmál og málefni sveitarfélaganna að segja. Það kemur í ljós að meiri hluti atvinnuveganefndar þurfti sárlega á umsögnum umhverfisnefndar að halda vegna þess að þær hefðu svo sannarlega leiðrétt kúrsinn.

Það vill stjórnarflokkunum til happs, og meiri hluta atvinnuveganefndar, að á morgun eru þingflokksfundir. Þar gefst stjórnarflokkunum tækifæri til að ræða þetta mál innbyrðis og velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að taka þeirri ábendingu frá minni hlutanum að full ástæða sé til að fresta umræðu, taka málið aftur inn til nefndar, fara yfir umsögn umhverfisnefndar og athuga (Forseti hringir.) hvort ekki náist sátt um lagfæringar á málinu.