144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[14:43]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það var virðingarvert og skynsamlegt af forseta að gera hlé á þessum fundi áðan og boða formenn þingflokka saman til að reyna að ná aðeins utan um stöðuna í þessu máli. Uppskeran er hins vegar rýr og í raun og veru afar sérstök, sem sagt sú að boða til atkvæðagreiðslu um að skella á kvöldfundi til að halda áfram þá óbreyttri dagskrá, eða hvað, og í bullandi ágreiningi og upplausn umræðu um þetta mál. Þetta er ekki boðlegt. Það liggur alveg fyrir að það eru þvílíkir meinbugir á málsmeðferðinni að það væri öllum fyrir bestu að reyna að finna sér einhvern veginn brýr í land.

Er þetta nauðsynlegt til að hv. þm. Jón Gunnarsson þurfi ekki að éta ofan í sig vinnubrögð atvinnuveganefndar og fallast á hina sjálfsögðu ósk um að taka málið aftur þangað inn? Er einn maður kominn með okkur öll í gíslingu hérna? Hver er þá staða okkar hinna allra, að forseta meðtöldum? Við horfum öll upp á þetta. Við sjáum öll hvað er í gangi hérna. Þetta er bara (Forseti hringir.) … hv. þm. Jón Gunnarsson …